Lýðræðissetrið
[ Til baka ]
Af sjóðvali er nokkur reynsla hér á landi, eins og kemur fram í bókinni Lýðræði með raðvali og sjóðvali. Aðferðin er þannig, að taka má fyrir samtímis nokkur afbrigði hvers máls og gefa þeim, sem eru málsmetandi, svo sem íbúum, fulltrúum og fyrirtækjum, kost á að beita atkvæðum, sem menn eiga í sjóði, á afbrigði málsins. Fyrst meta menn, hversu mikilvægt málið er á móti þeim málum, sem vitað er um, að komi til kasta þeirra á næstunni eða búast má við, og meta síðan, hversu mikilvæg afbrigði málsins eru, og bjóða atkvæði fyrir í samræmi við það, en önnur atkvæði geymast á síðari mál. Þeir, sem ráða niðurstöðu málsins, missa atkvæði, en þeir, sem verða undir, halda atkvæðum, þótt þeir hafi boðið þau, og verða þannig hlutfallslega sterkari í síðari málum. Menn fá atkvæði í sjóð sinn við hvert nýtt mál, sem tekið er fyrir. Það jafnvægi, sem þarna næst, er ekki ólíkt því, sem gerist í traustum félagsskap og næst vissulega ekki nema kynni séu náin. Með sjóðvali næst sami árangur, þótt lengra sé á milli þátttakenda.
Starfið á Lýðræðissetrinu er að afla reynslu af raðvali og sjóðvali með ráðum og annarri aðstoð. Leitað er að félagsskap og málefnum, þar sem ætla má, að þeir, sem ábyrgð bera, auðvelduðu sér verkið með raðvali eða sjóðvali. Það væri líka varið í að fá tilmæli um aðstoð og ráð. Fyrst um sinn verður aðstoð og ráðgjöf gefin. Þegar fram í sækir, verða menn reynslunni ríkari og ættu þá ekki að þurfa aðstoð.

Lýðræðissetrið ehf * Rannsókn og ráðgjöf um aðferðir við atkvæðagreiðslu og kosningu
Reykjavíkurakademían/Reykjavik Akademi/Reykjavik Academy, Hringbraut 121, Reykjavík, Ísland [354] 551 1527/863 6050 www.abcd.is, lydraedissetrid@gmail.com